Kaup                                       
 Vert að vita áður en þú kaupir:
 Viggosson.com tekur aðeins til uppboðs vöru, sem við getum mælt með eftir bestu samvisku og óhlutdrægu mati.
 Vörurnar seljast í því ástandi, sem þær eru í við hamarshögg.  Ástand vöru er merkt í lýsingu með bókstöfunum  A.  A-.  
 Greiðsla fyrir verk selt á uppboði skal berast Viggosson.com ekki síðar en þremur dögum eftir hamarshögg.
 Komi í ljós að varan er fölsun, á kaupandi rétt á að ógilda kaupin og fá greitt tilbaka að fullu þá upphæð, sem hann hefur greitt.
 Í tilfelli af vafa um uppruna eða merkingu á vöru, gerum við mat eftir bestu samvisku og er það mat aðeins leiðbeinandi.
 Ath. Söluþóknun er 15% af söluverði  (hamarshöggi).
 Listaverk eru undanþegin álagningu virðisaukaskatts, en söluþóknun ber 25,5% virðisaukaskatt.
 Höfundarréttargjald/fylgiréttargjald* er lagt ofan á verð allra seldra verka, sem seljast á   uppboðum og við endursölu listaverka skv. Lögum 117/2005:
 Gjaldið skal vera í íslenskum krónum og reiknast þannig:
 - 
  10% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar að hámarki 3.000 evrum:
 
 - 
  5% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 3.000,01 evru upp í 50.000 evrur;
 
 - 
  3% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar  50.000,01 evru upp í 200.000 evrur;
 
 - 
  1% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 200.000,01 evru upp í 350.000 evrur;
 
 - 
  0,5% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar 350.000,01 evru upp í 500.000 evrur;
 
 - 
  0,25% af þeim hluta söluverðs sem samsvarar fjárhæð umfram 500.000 evrur. 
 
 Gengið skal miðað við sölugengi á söludegi
 *Gjaldið er reiknað af söluverði (hamarshöggi